Útlit er fyrir að umferð verði hleypt á ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Arnarnesveg 28. nóvember næstkomandi. Þetta er töluvert á undan áætlun því samkvæmt útboði átti verkinu að vera fullu lokið 10. júlí 2009.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þar kemur fram að Suðurverk hf. og Skrauta ehf. áttu lægsta tilboðið og hefur verkið gengið mjög vel eftir því sem fram kemur á vef Vegarðarinnar.

„Unnið hefur verið að samningum um flýtifé um nokkurt skeið en skrifað var loks undir nú 16. Október,“ segir jafnframt á vef stofnunarinnar.

Með þessum samningnum skuldbindur verkkaupi, Vegagerðin sig til að greiða verktaka flýtifé ef verktaki skilar mannvirkjum í verkinu þannig frágengnum að hægt sé að hleypa almennri umferð á þau ekki síðar en 28.11.2008.

Endanleg verklok verksins í heild eru óbreytt frá því sem kveðið er á um í upprunalegum verksamningi verksins, það er að segja eftir verður frágangur og sáning svo dæmi séu tekin.