Ford hyggjast leggja 3 milljarða Bandaríkjadala í uppbyggingu nýrrar bílaverksmiðju í Mexíkó. Í frétt BBC um málið er þetta sagt reiðarslag fyrir bandaríska starfsmenn bílaverksmiðja, þar sem þeir höfðu búist við að verksmiðjan yrði byggð í Bandaríkjunum.

Ford hafa tapað meira en 15 milljörðum Bandaríkjadala á undanförnum tveimur árum og segja nýju verksmiðjuna nauðsynlega fyrir framtíð fyrirtækisins. Verksmiðjan skapar 4.500 störf í Mexíkó.

Í verksmiðjunni verður framleidd ný tegund Ford, Fiesta smábíll sem á að svara eftirspurn eftir eyðsluminni bílum. Búist er við því að fyrstu bílarnir úr verksmiðjunni komi á bandarískan markað 2010.