Bandarísku verslunarkeðjunni Forever 21 hefur verið bjargað frá gjaldþroti eftir að þrír fjárfestar festu kaup á félaginu fyrir 81 milljón dollara.

Forever 21 var stofnað árið 1984 en árið 2015 námu tekjur þess 4,4 milljörðum dollara og var metið á um 5,9 milljarða dollara.

Í september síðastliðnum óskaði fyrirtækið eftir gjaldþrotaskiptum eftir að starfsemi þess utan Bandaríkjanna hafði leitt til mikils tapreksturs en gjaldþrotið var einnig rakið til þess að verslanir Forever 21 hefðu tapað vinsældum sínum meðal yngri neytenda sem kysu frekar ódýrari vörur.

Kaupendur Forever 21 sem eru vörumerkjafyrirtækið Authentic Brands auk fasteignafélaganna Simon Propery og Brookfield Property ætla, samkvæmt frétt BBC , að ætla sér að halda þeim 448 verslunum sem nú eru starfræktar í Bandaríkjunum opnum verslanir eru í dag um 600 talsins í 57 löndum.

Því til viðbótar ætla þeir sér að snúa vörn í sókn með því að setja á markað nýjar vörulínur af skartgripum, skóm og handtöskum. Þá er einnig stefnt að því finna samstarfsaðila í Evrópu, Mð-Austurlöndum og í Suðaustur-Asíu, auk Kína með það að markmiði að útvíkka starfsemina á þessum svæðum.