*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 9. september 2014 15:26

Forsetinn vígði nýjan ræðustól fyrir fatlaða þingmenn

Ólafur Ragnar Grímsson segir að reynt hafi verið að beygja landsmenn í kjölfar kreppu. Þingmenn hafi staðið gegn þeim tilraunum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að þingheim beri að virða og þakka fyrir þá glímu sem Alþingi hafði betur í þegar fjármálakreppan dundi yfir með þeim afleiðingum að bankarnir hrundu og harkalegar tilraunir annarra til að beygja landsmenn ógnaði landinu og viðsnúningi efnahagslífsins.

„Okkur tókst að snúa vörn í sókn og nú eru hagvöxtur, lítið atvinuleysi og sívaxandi styrkur fjölbreyttra  útflutningsgreina og þjónustu vitnisburður um einstæðan árangur á evrópska vísu. Hér hafa margir lagt hönd á plóg og allir flokkar sem nú eiga fultrúa á Alþingi komið að því góða verki,“ sagði hann í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag. 

Nýr ræðustóll

Við þingsetninguna vígði Ólafur Ragnar nýjan ræðustól í þingsal Alþingis. Stóllinn stendur aðeins framar en forveri hans og er ögn breiðari. Stóllinn er útbúinn með þeim hætti að fatlaðir þingmenn eigi greiðan og hindrunarlítinn aðgang að honum. Fram kom í ræðu Einars K. Guðfinnsonar, forseta Alþingis, um stólinn að með honum hafi flestum hindrunum fatlaðs fólks rutt úr vegi. Við hönnun nýja ræðustólsins var haft samráð við sem flesta, bæði innan þings og utan. Í gær komu svo fulltrúar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, og prófuðu ræðustólinn.