Peter Voser, forstjóri olíurisans Royal Dutch Shell, greindi frá því óvænt í dag að hann hyggist setjast í helgan stein um mitt næsta ári. Hann hóf störf hjá olíufélaginu árið 1982 en hefur vermt forstjórastólinn síðastliðin fjögur ár. Þegar hann settist í forstjórastólinn árið 2009 var eitt af fyrstu verkum hans að brýna niðurskurðarhnífinn og stokka reksturinn upp. Á meðal þess var að segja upp 150 stjórnendum af 750 auk 5.000 öðrum starfsmönnum.

Í frétt bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal segir um Voser að þótt hann hafi tekið til í rekstrinum þá hafi hluthafar fyrirtækisins búist við meiru af olíuverkefnum Shell, s.s. í Katar og Kanada.