Gunnar Ingi Traustason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Coredata – gagnavörslunnar, sem Kjölur fjárfestingafélag keypti síðastliðið vor. Gunnar Ingi var yfirhönnuður Íslandsbanka (e. Chief Architect ) og deildarstjóri stafrænnar sóknar. Áður en hann gekk til lið við Íslandsbanka var hann í eigendahóp Mentis . Gunnar Ingi er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera kerfisfræðingur frá sama skóla.

Leiðir vöruþróun

Kjartan Hrafn Kjartansson hefur verið ráðinn til Coredata – Gagnavörslunnar en þar mun hann sjá um vöruþróun og ráðgjafasvið. Kjartan Hrafn starfaði áður hjá Íslandsbanka í 16 ár, þar sem hann var hönnuður (e. Enterprise Architect ) með áherslu á stjórnun viðskiptatengsla ( CRM ), skjala- og upplýsingastýringu ( ECM ) og rafræn ferli ( BPM ). Kjartan Hrafn er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.