Joseph McC­lellan, fram­kvæmda­stjóri þróunar­sviðs hjá Al­vot­ech, fékk út­hlutað 154,038 hluti í Al­vot­ech 15. mars síðast­liðinn sam­kvæmt kaup­samningi.

Um er að ræða þóknun sam­kvæmt samningi McC­lellan við Al­vot­ech en hann greiðir ekkert fyrir bréfin sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu.

Ef miðað er við dagsloka­gengi Al­vot­ech þegar við­skiptin fóru fram er um 323 milljóna króna kaup­auka að ræða.

Kom til Alvotech frá Pfizer 2019

Gengi Al­vot­ech hefur þó lækkað tölu­vert síðustu daga og ef miðað er við dagsloka­gengi dagsins í dag er virði bréfa McC­lellan 292 milljónir króna.

McC­lellan hefur starfað hjá Al­vot­ech frá árinu 2019 en hann kom til fyrir­tækisins frá lyfjarisanum Pfizer. Hlut­verk McC­lellan sem fram­kvæmda­stjóri þróunar­sviðs er að sjá um rann­sóknir og þróun lyfja hjá líf­tækni­lyfja­fyrir­tækinu.