Verðmæti seldra framleiðsluvara árið 2014 var 733 milljarðar króna sem er samdráttur um 9,6 milljarða króna eða 1,3% frá árinu 2013. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar .

Framleiðsla málma og framleiðsla á fiskafurðum vega þyngst, en þannig nam framleiðsla á fiskafurðum 31,4% af heildarverðmæti árið 2014 en var 34,5% árið 2013. Framleiðsla málma nam 28,4% árið 2014 en var 30,1% árið 2013.

Verðmæti seldra framleiðsluvara án fiskafurða og framleiðslu málma nam tæpum 294 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um tæpa 31,7 milljarða eða um 12,1% frá fyrra ári.