Framleiðslufyrirtækið Ísgel er til sölu en núverandi eigendur fyrirtækisinsl keyptu fyrir nokkrum árum fyrrum húsnæði verslunarinnar Vísis og flutti starfssemi sína til Blönduóss.

Áður var fyrirtækið á Hvammstanga. Á fréttavefnum Húnahornið kemur fram að fyrirtækið var stofnað árið 1999 af þeim Fríðu Pálmadóttur Bsc. hjúkrunarfræðing og Guðfinnu Ingimarsdóttur fiskiðnaðarmanni. Stofnendur fengu viðkenningu fyrir brautryðjendastarf frá Iðntæknistofnun í mars 2001. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins eru hluthafar 5 talsins.

Fyrirtækið framleiðir meðal annars gelmottur, sem viðhalda kælingu ferskra matvæla á meðan á flutningi stendur, frystipoka, margnota kæli- og hitagelpoka og einnota kælipoka sem eru góðir fyrir íþróttafólk og í sjúkrakassann. ?Sú ímynd sem fyrirtækið vill halda á lofti er góð íslensk vara sem stenst kröfur viðskiptavina hvað varðar gæði og verð. Fyrirtækið kappkostar því að þjónusta viðskiptavini sína eftir þörfum og óskum hvers og eins, eins og kostur er" segir einnig á heimasíðu fyrirtækisins.

Fyrirtækið er til sölu hjá Lögmannsstofu Stefáns Ólafssonar ehf.