*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 28. janúar 2017 11:26

Frosti hættir hjá Viðskiptaráði

Frosti Ólafsson hættir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Arftaki hans hefur verið ráðinn.

Ritstjórn
Frosti Ólafsson er hættur hjá Viðskiptaráði.
Haraldur Guðjónsson

Frosti Ólafsson hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Þetta kemur fram á mbl.is. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins yfirgefur hann starfið til að taka við sem forstjóri Orfs Líftækni. Orf framleiðir meðal annars Bioeffect-húðvörur sem seldar eru í yfir 1.000 verslunum í 28 löndum.

Frosti hefur undanfarið fjögur ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og á þeim tíma hefur ráðið verið afar áberandi í samfélagsumræðunni. Viðskiptaráð stendur einnig fyrir Viðskiptaþingi, en það næsta fer fram þann 9. febrúar.

Frosti starfaði áður hjá McKinsey & Company í Kaupmannahöfn, en hann er hagfræðingur að mennt og með MBA-gráðu frá London Business School. Að sögn Morgunblaðsins hefur verið gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og er von á tilkynningu um miðja næstu viku.