Stjórnarflokkarnir hafa afgreitt frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags, eignaumsýslufélags, sem hefur það að markmiði að eiga, endurskipuleggja og selja þjóðhagslega mikilvæg atvinnufyrirtæki. Frumvarpinu hefur verið dreift á Alþingi.

Þjóðhagslega mikilvægt atvinnufyrirtæki er skilgreint sem fyrirtæki sem sinnir svo mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum að stöðvun þess um lengri eða skemmri tíma mundi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu.

Í frumvarpinu segir að miða skuli við að sala eignarhluta í atvinnufyrirtækjum sem félagið hafi eignast og orðin eru rekstrarhæf eigi sér stað um leið og markaðsaðstæður leyfa.

Gert er ráð fyrir því að lögin, verði þau samþykkt, öðlist þegar gildi.

Frumvarpið í heild má finna hér.