Ríkisstjórnarflokkarnir hafa samanlagt 38% prósenta fylgi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Þeir fengu samanlagt 51,1 prósent í kosninum síðasta vor.

Framsóknarflokkurinn mælist með 14,8 prósenta fylgi í könnuninni. Í Alþingiskosningunum síðasta vor fékk flokkurinn 24,4 prósenta fylgi og því lætur nærri að hann hafi tapað 10 prósentum af kjörfylginu. Hinn stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, mælist með 23,2 prósenta fylgi í könnuninni en hann fékk 26,7 prósent í kosningunum og hefur því tapað 3,5 prósentum.

Samfylkingin bætir verulega við sig frá því í kosningunum eins og reyndar allir stjórnarandstöðuflokkarnir gera í þessari könnun. Samfylkingin mælist nú með 19,7 prósenta fylgi en fékk 12,9 prósent í kosningum fyrir hálfu ári. Vinstrihreyfingin - Grænt framboð mælist með 14,5 prósent en fékk 10,9 prósent í kosningunum. Björ framtíð er með 12,4 prósenta fylgi í könnuninni en fékk 8,2 prósent í kosningunum. Píratar er á uppleið og mælast með 8,5 prósent en flokkurinn fékk 5,1 prósent í Alþingiskosningunum.

Dögun, sem fékk 3,1 prósenta fylgi í kosningunum í vor, mælist með 2,3 prósent í könnun Félagsvísindstofnunar. Önnur framboð fengu minna eða í kringum eitt prósent. Könnunin var gerð dagana 3. - 16. október. 979 einstaklingar svöruðu könnuninni í heild (64,7% svarhlutfall) og 866 svöruðu spurningunni um stjórnmálaflokka.