Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun afhenda fyrstu 747-8 flugvélina til Cargolux þann 19. september nk. Önnur vélin verður afhent aðeins tveimur dögum seinna, einnig til Cargolux.

Á vef Flightglobal kemur fram að mikil eftirvænting ríkir með afhendingu fyrstu vélarinnar í þjónustu. Til gaman má geta þess að Cargolux fékk einnig afhent fyrsta eintakið af Boeing 747-400 fraktvélinni árið 1993 en Cargolux hefur verið í viðskiptum við Boeing í áratugi. Cargolux á nú 13 vélar pantaðar af gerðinni 747-8.

Frá fyrsta reynsluflugi Boeing 747-8 þannn 8. febrúar 2010
Frá fyrsta reynsluflugi Boeing 747-8 þannn 8. febrúar 2010
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Frá fyrsta reynsluflugi Boeing 747-8 þannn 8. febrúar 2010

Boeing 747-8, ein nýjasta framleiðsla Boeing, var fyrst reynsluflogið í febrúar í fyrra en vélin er nýjasta týpan í 747 línunni, betur þekkt sem Jumbo vél. Vélin á að vera léttari og umhverfisvænni en núverandi 747 vélar auk þess sem notast er við margt úr hönnun nýjustu vélar Boeing, 787 Dreamliner.

747-8 vélin er aðeins stærri en hin þekkta 747-400, en mestu munar í lengdinni þar sem 747-8 er 18 fetum lengri. Þá getur fraktútgáfan af vélinni borið 16% meira en 747-400 og farþegaútgáfan getur flutt rúmlega 50 farþegum meira. Um er að ræða tvær tegundir af 747-8 vélinni. Annars vegar 747-8 Freighter, sem er fraktútgáfan og hins vegar 747-8 Intercontinental sem er farþegaútgáfan. Rétt er að taka fram að þó svo að 747 línan hafi verið í framleiðslu í tæp 40 ár er hér um að ræða nýja hönnum og nýja útlistun á vélinni. Þess vegna er fer 747-8 vélin í gegnum allt ferli eins og um splunkunýja framleiðslu sé að ræða. Bæði skrokkurinn sjálfur er ný hönnun auk þess sem hreyflar, vænghaf, rafbúnaður, lendingabúnaður og flugstjórnarkerfið er allt nýtt.

Vélin er tæpu ári á eftir áætlun en upphaflega var gert ráð fyrir því að afhenta fyrsta eintakið haustið 2010. Til að byrja með verður aðeins afhent fraktútgáfa af vélinni, eða um 15 vélar en þá er gert ráð fyrir nokkrum einkavélum sem innréttaðar verða sem slíkar og loks véla til farþegaflutninga. Um 110 vélar hafa verið pantaðar, þar af 76 af fraktútgáfunni.