Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í dag hlýða á málflutning í einu stærsta máli sem varðar rétt til fóstureyðingar í yfir 20 ár.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tvisvar tekið fyrir mál sem vörðuðu grundvallaratriði um rétt kvenna til fóstureyðinga. Annað málið var Roe gegn Wage frá 1973 en þar komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að réttur til fóstureyðinga fyrir tiltekin meðgöngutíma væru réttindi sem voru varin af stjórnarskrá Bandaríkjanna. Seinna málið var mál Casey gegn Planned Parenthood, frá árinu 1992. Þar staðfesti dómstóllinn niðurstöðuna í Roe gegn Wade en sagði þó að einstaka ríki mættu setja tiltekin skilyrði fyrir fóstureyðingum.

Óeðlileg byrði

Helsta deiluefnið í þessu nýja máli, Whole Woman’s Health v Hellerstedt er um orðalag réttarins úr Casey þar sem rétturinn sagði að skilyrðin mættu ekki setja óeðlilega byrði á rétt kvenna til fóstureyðinga (e, undue burden on a woman’s right to choose).

Í málinu er deilt um löggjöf sem Texas samþykkti fyrir þremur árum en samkvæmt þeim þurfa læknastofur sem framkvæma fóstureyðingar að uppfylla mjög strangar kröfur. Lögin hafa dregið mjög úr möguleikum kvenna til að nálgast stofur sem geta framkvæmd aðgerðina, en stofum hefur fækkað verulega í ríkinu. Texas segir að lögin hafi verið sett til að tryggja að stofurnar uppfylli læknisfræðileg skilyrði sem eru nauðsynleg til að framkvæma fóstureyðingar. Andstæðingar laganna segja að lögin hafa verið sérstaklega sett til að takmarka möguleika til fóstureyðinga.

Alríkisdómstóll í Texas komst að þeirri niðurstöðu að lögin settu óeðlilega byrði á rétt kvenna og voru lögin þar með ógild. Hæstiréttur mun taka málið fyrir í dag og birta niðurstöðu á næstu vikum. Eins og áður sagði er þetta fyrsta málið um þetta málefni sem rétturinn tekur fyrir í um það bil tvo áratugi, en ljóst er að málið verður eitt af grundvallarmálum varðandi rétt kvenna til fóstureyðinga.