Fyrstu kýrnar af þeim 4.000 sem til stendur að flytja inn til Katar eru komnar til landsins samkvæmt frétt Bloomberg . Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðasta mánuði hyggst katarski kaupsýslumaðurinn Moutaz Al Khayyat flytja kýrnar til landsins til að vinna gegn mögulegum matarskorti í landinu.

Katar sem flytur inn flest sín matvæli lenti í miklum vandræðum eftir að Sádí-Arabía ásamt fimm öðrum ríkjum sleit stjórnmálasambandi við landið vegna meintra tengsla þess við hryðjuverkasamtök. Flestar mjólkurvörur í landinu eru voru fluttar inn frá Sádí-Arabíu. Því gripið til þess ráð að flytja inn kýrnar 4.000 til að mæta eftirspurn eftir mjólk og mjólkurvörum í landinu og þá sérstaklega í höfuðborginni Doha.

165 kýr eru nú komnar til landsins og koma þær frá Þýskalandi. Stærstur hluti þeirra mun þó koma frá Bandaríkjunum og Ástralíu. Samkvæmt talsmanni fyrirtækis Al Khayyat verður kúnum héðan í frá flogið inn til landsins á þriggja daga fresti. Er gert ráð fyrir því að allar kýrnar 4.000 verði komnar til landsins fyrir lok þessa mánaðar.