Skipun hæfisnefndar um ráðningu seðlabankastjóra getur dregið úr trúverðugleika og sjálfstæði seðlabankans, að mati Guðrúnar Johnsen, lektors í viðskiptafræði, og Regínu Bjarnadótturr, yfirmanns greiningardeildar Arion banka. Þessari skoðun lýsa þær í viðtali á vefnum Central banking en RÚV greinir frá þessu.

Guðrún gagnrýnir að tveir af þremur einstaklingum í hæfisnefndinni eru lögfræðingar sem ekki búi yfir menntun tengdri efnahagsmálum, svosem hagfræði. Þau Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og Ólöf Nordal, fyrrverandi þingmaður, eru þau sem um ræðir. Haft er eftir Guðrúnu að samsetning nefndarinnar sýni hversu erfitt er að endurreisa fagmennsku og trúverðugleika Seðlabankans eftir hrun.

Regína segir skipun nefndarinnar skaðlega fyrir sjálfstæði Seðlabankans. Hún gagnrýnir að lögreglustjóri sé skipaður formaður hæfisnefndarinnar.