Þeir Ólafur Teitur Guðnason, Gísli Marteinn Baldursson, Sigurður Kári Kristjánsson og Rúnar Freyr Gíslason sigruðu Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir hönd Verzlunarskóla Íslands í Morfís árið 1992. Umræðuefnið var „Er siðferði Íslendinga gott?“ og voru Verzlingar á móti. Í liði FG mátti meðal annars finna Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Myndin birtist í DV 25. mars 1992 en hana tók Gunnar V. Andrésson.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 12. desember 2013.