Garðar Thor Cortes á mest seldu plötu ársins í verslunum Skífunnar þegar tekin er saman salan fyrir árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgefanda Garðars, Believer Music.

„Þetta er algjört einsdæmi held ég því þetta er megninu til sama plata og var söluhæst allra platna á öllu landinu árið 2005. Núna tveimur árum síðar er hún söluhæst allra platna í Skífuverslununum,“ sagði Sigvaldi Kaldalóns markaðstjóri Skífubúðanna. Að sögn útgefandans hefur árið verið gott hjá Garðari. Hann söng meðal annars með Kiri Te Kanawa og náði efsta sæti á klassíska listanum í Bretlandi.