Neil Young
Neil Young
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sala á geisladiskum jókst um 1% í Bandaríkjunum á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt mælingum Nielsen SoundScan. Er þetta í fyrsta skipti í sjö ár sem salan eykst. Sala tónlistar á netinu jókst um 11% frá janúar til júní og ýtti það undir hagnað í geiranum. Aukninguna má meðal annars rekja til lokunar skráarskiptakerfisins LimeWire sem var ein vinsælasta leiðin til ólöglegs niðurhals. Árið 2004 var heildarsala tónlistar í Bandaríkjunum 12 milljónir dollara en árið 2010 var hún einungis 6,8 milljónir dollara. Salan í dollurum það sem af er ári verður ekki birt fyrr en í árslok.