Gengi hlutabréfbréfa Regins hækkaði um 0,28% í talsverðum viðskiptum í Kaupphöllinni í dag. Fyrirtækjagreining Arion banka gaf út nýtt verðmat um fasteignafélagið í dag þar sem gert er ráð fyrir að gengi bréfa Regins muni hækkað um 12%.  Gengi bréfa Regins lá við hæstu hæðir fyrri part dags en lækkaði eftir því sem á leið.

Þá tilkynnti Icelandair Group í dag um kaup á 12 nýjum þotum og kauprétti að jafn mörgum. Gengi Icelandair Group um 0,13% hækkaði um 0,13%

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 1,09% og Haga um 0,46%. Á móti lækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,91% og Marel um 0,38%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24% og endaði hún í 1.008,65 stigum.