Gengi krónunnar lækkaði um 0,25% í litlum viðskiptum í dag. Hagstofan birtir á morgun vísitölu neysluverðs og gera markaðsaðilar ráð fyrir 0,1% til 0,4% hækkun milli mánaða. Vaxtaákvörðun er á morgun í Bandaríkjunum og má búast við 25 punkta hækkun og stýrivextir fari úr 1,75% í 2,00%. Gengi dollara hefur haldist nokkuð stöðugt í dag m.a. vegna vaxtaákvörðunarfundarins á morgun. Væntingavísitala sem kom frá Þýskalandi í dag féll mikið og hafði það áhrif til lækkunar EUR og hækkunar USD.

Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,00 og endaði í 120,30. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 2,3 milljarðar ISK.

EURUSD 1,2910
USDJPY 105,70
GBPUSD 1,8560
USDISK 67,75
EURISK 87,50
GBPISK 125,80
JPYISK 0,6410
Brent olía 43,50
Nasdaq -0,05%
S&P -0,05%
Dow Jones -0,10%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka