Innan stjórnsýslunnar er rætt hvernig flýta megi því að fá niðurstöðu í dómsmál sem gætu hjálpað til við að afmarka og skýra betur fordæmisgildi nýjasta dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán og vaxtakjör þeirra.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur kallað eftir því að fá yfirlit yfir þau dómsmál sem þegar eru í kerfinu vegna gengislána, og hver þeirra geti verið mikilvæg til þess að skera úr um stærstu álitaefni.

Helgi segir að heimildir séu til flýtimeðferðar dómsmála í lögum. „Hins vegar hafa málsaðilar ávallt rétt til ýmissa fresta. Besta leiðin til þess að greiða fyrir málum í kerfinu er ef hægt yrði að ná samkomulagi við málsaðila um að þeir nýti fresti ekki til fulls, heldur reyni að hraða vinnu bæði varnar og sóknar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.