*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 17. mars 2008 17:25

Gengisvísitala krónunnar ekki hærri síðan í desember 2001

Ritstjórn

Gengisvísitala íslensku krónunnar var 153,4 stig við lokun markaða í dag. Þannig hefur krónan veikst um 6,7% í dag. Opinber viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands var, kl. 11 í morgun 152,3 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar frá mánaðarmótum. Miðað er við opinbert gengi Seðlabanka Íslands.

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að gengisvísitalan hefur ekki verið jafn há frá 6. desember 2001 en sama ár var krónan sett á flot.