Orkuveita Reykjavíkur og Geogreenhouse ehf. hafa komist að samkomulagi sem felur í sér að byggt verði upp stórt ylræktarver á svæði sem skipulagt hefur verið fyrir slíka starfsemi vestan Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að framleiða þar tómata í gróðurhúsum og flytja á erlenda markaði.

OR mun selja til starfseminnar rafmagn til lýsingar, heitt vatn til upphitunar og kalt vatn til vökvunar. Framleiðsla á þessum afurðum er þegar fyrir hendi í rekstri Hellisheiðarvirkjunar.

Samningar verða undirritaðir formlega í dag.