Gerðardómur kom saman í gær til þess að fara yfir gerðarreglur og fara yfir formsatriði, til að undirbúa málsmeðferð í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Gerðardóminn skipa þrír menn, þau Ásta Dís Ólafsdóttir, Garðar Garðarsson og Stefán Svavarsson. Þau voru skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti eftir tilnefningu Hæstaréttar. Frestur gerðardóms til að kveða upp úr um kjör félagsmanna BHM rennur út þann 15. ágúst næstkomandi.

Þá verður á mánudag aðallmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli þar sem BHM heldur því fram að lagasetning sem sett hafi verið til höfuðs verkfalla hafi verið ólögmæt.