Félag atvinnurekenda telur ljóst að ólögmæt lán og fjármálagerningar ýmis konar hafi orðið mörgum fyrirtækjum að falli á undanförnum árum og veltir því upp hvort hluthafar þeirra geti leitað réttar síns og krafist bóta vegna tjónsins.

Málið verður tekið fyrir á opnum hádegisfundi félagsins á Nauthóli í dag. Þar munu lögmennirnirnir Tómas Hrafn Sveinsson og Páll Rúnar M. Kristjánsson, sem jafnframt eru sérfræðingar í skaðabótarétti, fjalla um ýmsar hliðar málsins. Páll Rúnar er jafnframt lögmaður félags atvinnurekenda.

Í tilkynningu frá félaginu segir m.a. að Páll Rúnar  muni fjalla um mögulega bótaskylda háttsemi gagnvart fyrirtækjum en þar á meðal vegi þyngst ólögmæt gengistryggð lán og ýmiskonar afleiðuviðskipti. Tómas mun fjalla um skilyrði bótaskyldu, úrræði tjónþola og hvernig tjónþolar eiga að leita efnda á kröfum sínum.

Fjárfestar geti sótt skaðabætur

Páll Rúnar segir í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út fyrir viku, það sorlegt að mörg fyrirtæki og einstaklingar séu orðin gjaldþrota án þess að hafa getað borið hönd fyrir höfuð sér án þess að hafa getað leitað réttar síns. Hann bendir á að Hæstiréttur hafi opnað fyrir mögulega skaðabótaskyldu vegna rangrar flokkunar fjárfesta og annarra misbresta í samningum fjármálagerninga á árunum í kringum efnahagshrunið.

Áskrifendur geta nálgast Viðskiptablaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.