Lífeyrissjóðurinn Gildi vill að stjórn Eikar tilnefni sjálf einstaklinga til setu í tilnefningarnefnd Eikar.

Þetta kemur fram í tillögum hluthafa fyrir aðalfundar Eikar sem fer fram á morgun. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að núgildandi samþykktir gerir ráð fyrir að þrír setji í tilnefningarnefnd og hluthafafundur kjósi tvo nefndarmenn sem boðið hafa sig fram eða verið tilnefndir til framboðs af hluthöfum eða tilnefningarnefnd. Að hluthafafundi loknum skuli stjórn síðan tilnefna einn einstakling í nefndina.

Gildi leggur til að hluthafafundur kjósi alla fulltrúa nefndarinnar. Þó með þeim hætti að stjórn félagsins tilnefni þrjá fulltrúa í tilnefninganefndina en ef hluthafafundir tilnefna ekki fleiri þá yrði fulltrúar sjálfkjörnir.