Gjaldeyrisreglur Seðlabankans voru ekki birtar með réttum hætti fyrr en í október sl. Það gæti haft mikil áhrif á mál þeirra sem sakaðir hafa verið um að brjóta reglurnar.

Þetta er mat Reimars Péturssonar, hrl. sem skrifað hefur grein um gjaldeyrisreglur Seðlabankans í nýjasta tölublað Lögmannablaðsins sem kemur út í desember nk. en fjallað var um málið á Stöð 2 í gærkvöldi.

Reimar telur að gjaldeyrisreglurnar hafi ekki verið réttilega birtar þangað til í október síðastliðnum og þar með hafi þær verið óskuldbindandi fyrir þann tíma.

„Það er þannig samkvæmt lögunum að gildi reglnanna er háð því að ráðherra samþykki að þær séu gerðar. Svo þarf að birta reglurnar til þess að þau taki gildi, en ég fær ekki séð að reglurnar hafi verið birtar í stjórnartíðindum og því binda reglurnar ekki borgarana," segir Reimar í samtali við Stöð 2.

Sjá nánar á vef Vísir.is