Í mars síðastliðnum voru 153 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 214 fyrirtæki í mars 2011. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Fjöldi gjaldþrota á fyrstu þremur mánuðum ársins var 348 sem er 21% fækkun frá sama tímabili á síðasta ári.

Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var fjöldi nýskráðra einkahlutafélaga (ehf) 460. Það er um 4% aukning frá sama tíma á síðasta ári þegar 441 fyrirtæki voru nýskráð.

158 ný einkahlutafélög (ehf) voru skráð í mars síðastliðnum. Það er heldur minna en á sama tíma á síðasta ári en þá voru skráð 178 ný félög. Af nýskráðum félögum voru flest skráð í heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Gjaldþrot voru flest í sama flokki.

Gjaldþrot fyrirtækja eftir mánuðum 2010-2012 (Heimild: Hagstofa Íslands)
Gjaldþrot fyrirtækja eftir mánuðum 2010-2012 (Heimild: Hagstofa Íslands)
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Heimild: Hagstofa Íslands