Glitnir bauð í október í allan hlut Orkuveitu Reykjavíkur í sameinuðu félagi Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Tilboðið hljóðaði upp á 23 milljarða króna á genginu 2,9, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Viðskiptablaðsins.

Í tilboðinu fólst að hlutur OR í REI yrði greiddur út í beinhörðum peningum. Tilboðið miðaðist við þann 35,5% hlut sem OR hefði átt í sameinuðu REI. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.