Glitnir hefur aukið hlut sinn í Kreditkorit hf. um 16% í 51%, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Jafnframt hefur Glitnir selt Kaupþingi banka 18,45% hlut í Greiðslumiðlun hf. og á eftir viðskiptin 0.05% hlut í því félagi.

Auk þess á Glitnir kauprétt á því hlutafé sem Kaupþing banki heldur eftir í Kreditkortum hf. að frátöldu 0,05% af heildarhlutafé í félaginu. Glitnir og Kaupþing banki munu áfram bjóða greiðslukort frá báðum greiðslukortafyrirtækjunum.

Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis, segir að Kreditkort hf. sé öflugt fyrirtæki í góðum rekstri sem áhugavert verði að starfa náið með að frekari þjónustuþróun á greiðslukortamarkaði.

Eftir þessi viðskipti mun Glitnir einbeita sér að rekstri Kreditkorta hf. á greiðslukortamarkaði í góðu samstarfi við aðra eigendur félagsins.