Glitnir hefur stofnað til samstarfs við LNJ Bhilwara Group á Indlandi. Verkefnið sem um ræðir felst í þróun jarðvarmavirkjanna í Indlandi og Nepal. Glitnir mun eiga 40% hlut í umræddu verkefni en LNJ Bhilwara 60%.

Í tilkynningu vegna samstarfsins segir að Glitnir muni m.a. útvega fjármagn og sérfræðiþekkingu á mismunandi stigum verkefnisins og að á næstunni munu sérfræðingar á vegum Glitnis kanna aðstæður til jarðvarmavinnslu í Nepal.

Lárus Welding forstjóri Glitnis sagði að þessu tilefni að bankinn væri mjög ánægður með samstarfið við LNJ Bhilwara oh að það væri mikilvægt skref til þróunar í jarðvarmavinnslu á Indlandi. “Stefna Glitnis er reka skrifstofu á sem flestum stöður þar sem markaðir eru í örum vexti eins og á Indlandi."