Þau vandræði sem kínverskir notendur Gmail, tólvupóstsþjónustu Google, hafa fundið fyrir á síðustu vikum má rekja til aðgerða kínverska stjórnvalda. Þetta segir talsmaður Google í tilkynningu í dag.

Kínverskir notendur hafa átt í vandræðum með að nota Gmail á síðustu vikum. Google segir að félagið hafi ítrekað reynt að finna ástæður vandræðanna en hafa ekkert fundið að hjá sér. Google telur því víst að kínversk stjórnvöld séu að koma í veg fyrir að hægt sé að nota Gmail þar í landi. Vandinn er látinn líta út eins og um tæknivandræði hjá Google sé að ræða, segir félagið.

Google og kínversk stjórnvöld hafa átt í deilum allt frá ársbyrjun 2010, eftir að Google sagðist ekki lengur vilja ritskoða leitarniðurstöður í Kína. Áður var fyrirvari á leitarvél Google í Kína sem sagði að leitarniðurstöður væru ef til vill ekki tæmandi vegna löggjafar í Kína.