Mikil tækifæri liggja í viðskiptum á fasteignamarkaði víðs vegar um heiminn, samkvæmt frétt business.dk.

Ýmsir staðir vekja þó meiri áhuga fjárfesta en aðrir. Samtök manna sem fjárfesta í fasteignum erlendis (AFIRE) hafa tekið saman lista yfir þá 10 staði þar sem er mest tækifæri að finna á fasteignamarkaði. Staðirnir eru:

1. New York

2. Lundúnir

3. Washington

4. París

5. Sjanghæ

6. Tókíó

7. Singapúr

8. Munchen

9. Sydney

10. Hong Kong

New York og Lundúnir tróna iðulega á toppi listans þar sem fasteignamarkaðir þeirra borga eru stöðugri en annars staðar í Bandaríkjunum og Evrópu. Þeir eru því fýsilegur kostur fyrir fjárfesta.

Vinsældir Tókíó skýrast af því að japönsku hagkerfi hefur að mestu tekist að sneiða hjá undirmálslánakrísunni, sem plagar bankageira vesturlanda, auk þess sem verðbólga í Japan er afar lítil.