Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans verður tilkynnt að morgni miðvikudagsins 16. ágúst. Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að bankinn hækki þá stýrivexti um 50-75 punkta en telur 50 punkta hækkun líklegri, segir í tilkynningu greiningardeildarinnar.

Stýrivextir yrðu þá 13,5%. Greiningardeildin gerir ráð fyrir frekari hækkun á haustdögum og að stýrivextir nái hámarki í 14,5% fyrir áramót. Væntanlega mun bankinn síðan halda stýrivöxtum óbreyttum fram á vordaga 2007 en hefja þá vaxtalækkunarferli, segir greiningardeildin.