Evran mun halda velli en Grikkland yfirgefur myntsamstarfið á allra næstu mánuðum. Þetta er mat Roberts Z. Aliber, fyrrum prófessors við Chicago háskóla. Aliber hélt erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag.

„Í dag er fimmtudagur. Ég tel réttast að Grikkland hætti að nota evru strax á mánudaginn,“ sagði hann og var þess fullviss að evra yrði ekki lengur gjaldmiðill Grikklands eftir einn til tvo mánuði. Mikilvægt sé fyrir fjársterkari þjóðir evrusvæðisins að gefa sterk merki um að frekari fjármunir verði ekki lagðir Grikklandi til.

Þá sagði Aliber að upptaka evrunnar hér á landi veiti ekki vörn gegn sveiflum. Svar hans hefði ef til vill verið annað fyrir tíu árum síðan, en það hafi sýnt sig að gengissveiflur stærri gjaldmiðla séu ekki síðri en minni gjaldmiðla.

Nánar um erindi Alibers má lesa hér .