Margar leiðir eru til sem geta nýst til að koma í vef fyrir að vinsælir vefir fari á hliðina þegar margir netverjar vilja fara inn á þá í einu, s.s. þegar selja á miða á landsleiki í knattspyrnu á miðasöluvef á netinu.

Þorgeir Ómarsson, þróunarstjóri hjá Advania, segir á bloggi sínu á vef Advania áætlanagerð m.a. skila miklu til að koma í veg fyrir að álagspunktar skelli viðkomandi vefsíðu á hliðina. Þá segir hann að nýta megi skýjalausnir og verkfæri til að dreifa álaginu á tiltekin vefsetur. Hann bendir jafnframt á að fyrirhyggja sér lykiorðið og því sé kjörið að gera álagspróf og ráðstanir áður en flóðbylgja notenda skellur á vefnum.

Blogg Þorgeirs