Helstu hlutabréfavísitölurnar vestanhafs hafa hækkað það sem af er degi, þó mismikið. Þannig hefur Nasdaq vísitalan aðeins hækkað um 0,05% en Dow Jones vísitalan hefur hækkað um 1,26%. Á milli þeirra er svo S&P500 sem hefur hækkað um 0,81% það sem af er degi.

Samkvæmt frétt Bloomberg er það aukin bjartsýni fjárfesta um að leysa takist skuldavanda Evrópuríkja sem veldur hækkuninni.