Eftir mikið verðfall í gær á hlutabréfamörkuðum í Evrópu hafa helstu vísitölur rétt úr kútnum. Bandarísk hlutabréf lækkuðu einnig í gær, en mun minna en í Evrópu.

Mest hækkunin hefur verið á Ítalíu og Spáni, þar sem hlutabréfin lækkuðu um meira en 5% eftir að Mario Draghi hélt ræðu í tengslum við vaxtaákvörðunarfund evrópska seðlabankans. Þar fór bankastjórinn yfir þær aðgerðir sem bankinn hyggst beita til að styðja við evruna. Fóru orð Draghi svo illa í fjárfesta, að hlutabréf lækkuðu um allan heim.

Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað:

  • FTSE   London 0.62%
  • DAX Frankfurt  1.02%
  • CAC 40 París  1.22%
  • FTSE MIB Spánn 1.72%
  • IBEX 35 Ítalía 1.81%