Spilaborg
Spilaborg
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Ásgeir Þór Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hefur fallið frá hugmyndum um opnun spilavítis í formi einkaklúbbs á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Pressuna segir Ásgeir að hann hafi ekki áhuga á að starfa með þeim sem vildu opna hér spilavíti, en líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í gær er um að ræða aðila frá Austur-Evrópu.

Ásgeir segir í samtali við Pressuna að aðilarnir hafi haldi að hann hefði þau sambönd sem þyrfti. „ Þetta voru flottir gæjar í smart jakkafötum og sögðust eiga nóg af peningum. En ég hef reynt að hafa það fyrir reglu að eiga sem minnst viðskipti við svona menn. Ég veit ekki hvort þetta voru Rússa eða Litháar en þeir voru alla vega einhvers staðar frá austur-Evrópu,“ segir hann og kveðst ekki hafa áhuga.