Frönsk yfirvöld og stéttarfélög ætla að taka höndum saman og hafna launakjörum forstjóra PSA Peugeot Citroën.

Heildarlaunapakki forstjórans, Carlos Tavares á árinu 2015 var 5,24 milljónir evra, eða ríflega 730 milljónir króna. Innifalið í þeirri tölu er bónusar og kaupréttir, en þeir námu 2,75 milljónum evra á síðasta ári.

Franska ríkið á 14% hlut í bílaframleiðandanum og skipar tvo menn í stjórn, en franska ríkið bjargaði bílaframleiðandanum frá gjaldþroti fyrir um það bil tveimur árum. Félagið hefur náð að snúa rekstrinum við síðan þá. Hagnaður félagsins á síðasta ári var 899 milljónir evra fyrir skatt, en félagið tapaði 706 milljónum ári áður.

Stéttarfélögin segja að stafsmenn hafa orðið eftir í viðsnúningnum, en stéttarfélög samþyktu þriggja ára launafrystingu árið 2013 auk þess sem fjölda starfsmanna hefur verið sagt upp.

Pierre Gattaz, yfirmaður starfsmannasamtaka Peugeot hefur varið launakjör forstjórans og segja að það sé verið að verðlauna góðan árangur. Félagið hafi verið í slæmum málum þegar hann hafi tekið við en á 18 mánuðum sé þetta aftur orðið að flaggskipi fransks iðnaðar. Föst laun forstjórans hafa verið óbreytt frá árinu 2009 árangurstengdar greiðslur hafa hækkað.

Financial Times greinir frá.