Hagsmunagæsla er áhugavert fyrirbæri. Fyrirtæki, stjórnmálamenn, einstaklingar og samtök hafa öll hagsmuna að gæta og gera það leynt og ljóst. Í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt, komi menn til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hagsmunagæsla getur verið margslungin, vel útfærð og jafnvel snilldarleg. Hún getur líka verið kjánaleg, vandræðaleg og jafnvel hlægileg. Viðskiptablaðið leit yfir árið og valdi nokkra atburði sem þóttu dæmi um illa heppnaða hagsmunagæslu.

Félag atvinnurekenda skilaði umsögn um áfengislagafrumvarp Vilhjálms Árnasonar. „Félag atvinnurekenda fagnar viðleitni flutningsmanna frumvarpsins til að auka frelsi í viðskiptum með áfengi,“ sagði í umsögn félagsins. Þó að meginbreytingin væri sú að afnema ætti einkasölu ríkisins á áfengi kærði FA sig ekki um breytinguna og lagðist gegn frumvarpinu. Einkum var það bann við auglýsingum sem stakk í augu FA.

Viðskiptablaðið leitaði eftir viðbrögðum Vífilfells og Ölgerðarinnar, stærstu áfengisframleiðenda landsins og félagsmanna FA. Báðir sögðust bara sáttir með núverandi fyrirkomulag og kærðu sig ekki um frumvarp Vilhjálms Árnasonar, en voru vitanlega fylgjandi auknu frelsi í verslun almennt.

Bara ekki þegar það hentaði ekki þeim sjálfum.

Nánar er fjallað um málið í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .