Hagnaður íslenska fyrirtækisins VTJ, sem framleiðir trefjapappírinn Filt, sem vinsæll er meðal munntópaksnotenda, nam 13 milljónum á síðasta ári að því er Fréttablaðið greinir frá.

Tekjur félagsins á síðasta ári námu 36 milljónum svo hagnaðarhlutfallið nam 37%. Tekjurnar höfðu aukist um helming, eða 12 milljónir frá árinu áður, en hagnaðurinn meira en tvöfaldast, úr 7 milljónum árið 2017.

Eignir félagsins námu 20 milljónum króna í lok síðasta árs, en eigið fé þess var 14 milljónir.