Hagnaður netuppboðsfyrirtækisins eBay minnkaði um 8% á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaðurinn 640 milljónum dala, andvirði um 77 milljarða króna, í ár en á öðrum ársfjórðungi 2012 nam hagnaður fyrirtækisins 692 milljónum króna. Velta jókst um 14% milli ára og nam 3,9 milljörðum dala.

Gengi hlutabréfa eBay féll um 5% á eftirmarkaði þegar ársfjórðungsuppgjörið lá fyrir að því er kemur fram í frétt BBC:

Forstjóri eBay, John Donahoe, segir kjarnastarfsemi fyrirtækisins sterka en lélegar efnahagshorfur í Evrópu og Suður-Kóreu myndu áfram setja strik í reikninginn.