*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 15. september 2019 15:24

Hagnaður hjá Baltasar

RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hagnaðist um 20 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Baltasar Kormákur.
Aðsend mynd

RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hagnaðist um 20 milljónir króna á síðasta ári miðað við 97 milljóna króna tap árið 2017. Rekstrartekjur þrefölduðust milli ára og námu 771 milljón króna en félagið opnaði kvikmyndaver í Gufunesi í apríl á síðasta ári. 

Eigð fé var neikvætt um 150 milljónir króna um áramótin. Skuldir námu 374 milljónum króna en þar af nam víkjandi skuld við móðurfélag RVK Studios 242 milljónum króna.