Íslandsbanki hagnaðist um 3,3 milljarða króna eftir skatta á þriðja fjórðungi ársins en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 4,8 milljarðar. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu níu mánuði ársins nan 10,7 milljörðum eftir skatta en var 13,1 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár reiknuð á ársgrundvelli var 11,9% á móti 17,8% á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur drógust líttillega saman milli ára og þóknanatekjur drógust saman um 17%. Eiginfjárhlutfalla Íslandsbanka í lok september var 28,8%.