Hagnaður Sjóvá á þriðja ársfjórðungi nam 443 milljónir króna samanborið við 140 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu Sjóva.

Hagnaður félagsins af vátryggingarrekstri á þriðja fjórðungi nam 880 milljónir og hækkaði um 24% samanborið við sama tímabil fyrir ári. Á sama tíma tapaði félagið af fjárfestingastarfsemi sinni um 239 milljónir króna samanborið við 426 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður Sjóvá fyrir fyrstu 9 mánuði ársins er því 3 milljarðar samanborið við 259 milljónir á sama tímabili árið áður.

Samsett hlutfall félagsins á sama tímabili nam 89% samanborið við 91,3% á þriðja ársfjórðungi árið 2018. Samsett hlutfall er rekstrarkostnaðar og útgreidd tjón (að frádregnum endurtryggingum) sem hlutfall af eigin iðgjöldum.

Heildartekjur af vátryggingarrekstri félagsins nam 5,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2019 og jókst um 12,8% samanborið við sama tímabil síðasta árs. Á sama tíma hækkuðu iðgjöld félagsins um 13,8% á tímabilinu milli ára eða úr 4,54 milljörðum í 5,16 milljarða.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá sendi Sjóvá frá sér afkomuviðvörun vegna niðurfærslu fasteignasjóðsins Novus:Gamma sem olli 155 milljóna króna tapi Sjóva.