Fimmtungsaukning varð á eigin iðgjöldum Varðar á fyrra hluta ársins samanborið við aðeins 5% aukningu tjónakostnaðar, samkvæmt árshlutareikningi BankNordik. Hagnaður Varðar fyrir skatta jókst um 36% á milli ára og nam 5 milljónum danskra króna, eða um 110 milljónum íslenskra króna. BankNordik er skuldbundinn til að kaupa 49% hlut í Verði á næsta ári en kaupverðið, sem er háð afkomu áranna 2010 og 2011, liggur á bilinu 1,1-1,6 milljarðar króna af því fram kemur í greiningarefni IFS.

Um 9% af hreinum rekstrartekjum BankNordik samstæðunnar á fyrri hluta ársins komu frá Íslandi. Þær námu alls 27 milljónum danskra króna á tímabilinu og jukust um 13% á milli ára. BankNordik á 51% hlut í tryggingafélaginu Verði en rekstur tryggingahluta samstæðunnar, sem samanstendur af Verði og færeyska tryggingafélaginu Trygd, bar uppi afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi 2011.

.