Vörustjórnunarfyrirtækið Parlogis hagnaðist um 108 milljónir króna í fyrra miðað við 6 milljónir árið 2019. Tekjur félagsins námu 16,5 milljörðum króna og jukust um ríflega 2 milljarða frá fyrra ári. Eignir námu tæpum 5 milljörðum og eigið fé félagsins nam 503 milljónum í árslok 2020.

Hálfdan Guðni Gunnarsson er forstjóri félagsins en félagið er í eigu Lyfjaþjónustunnar. Stærstu hluthafar þess eru feðgarnir Kristján Jóhannsson og Jóhann Ingi Kristjánsson.