Hagnaður næst stærsta banka Bandaríkjanna, Bank of America dróst saman um 77% á fyrsta ársfjórðungi.

Hagnaður bankans var á fyrsta ársfjórðungi 1,2 milljarður Bandaríkjadala eða því sem nemur um 91 milljarði íslenskra króna.

Það gerir 23 cent á hvern hlut í bankanum samanborið við 1,16 dali á hvern hlut frá árinu áður en þá hagnaðist bankinn um 5,3 milljarða dali.

Tekjur bankans lækkuðu m 6% á ársfjórðungnum og námu um 17 milljörðum dala.

„Þessar niðurstöður er nokkuð undir væntingum okkar,“ sagði Kenneth Lewis, forstjóri bankans í yfirlýsingu í dag.

Greiningadeildir vestanhafs höfðu búist við hagnaði upp á 45 cent á hvern hlut þannig að hagnaður bankans er, eins og Lewis tekur fram, nokkuð undir væntingum.